n594905813_1150463_944

 

Vá ég hef ekki fengið jafnmargar kveðjur og hamingjuóskir hér, á facebook, í sms-um og face to face síðan ég átti börnin mín, ég sver það! Ekkert smá gaman!

En mikið djefulli var þetta nú gaman. Var auðvitað að gera mér vonir um að komast á pall en annað sætið var bara bónus og kom ótrúlega á óvart.  Þegar þriðja sætið var tilkynnt hélt ég að dómararnir hefðu bara gleymt mér hehe… 

Þetta var mikil lífsreynsla.  Svo fékk ég auðvitað að heyra það seinna um kvöldið frá ónefndum aðila að ég hefði nú fengið þetta „doldið gefins“.. jæja það þarf nú að vera smá bitchy fílingur í þessu líka 😉 

En ég fékk sko ekkert gefins í undirbúningnum og gaf allt í þetta… var með besta þjálfarann á landinu (að ég tel) og gat ekki komið betur undirbúin og hananú!

Kristín sigraði enda er hún flottari en ég veit ekki hvað. Svo fannst mér algjörlega yndislegt að upplifa þetta með Röggu sem gaf mér pepp og stóð sig sjálf eins og hetja 🙂

En nú er hversdagsleikinn tekinn við, sixpakkinn ekki alveg jafnskýr og fyrir viku síðan og brúnkan á undanhaldi.. sem er ágætt reyndar 🙂  Fór á fyrstu æfinguna aftur á þriðjudaginn og svo aftur í gær og er komin með yndislegar harðsperrur aftur.  Rugl hvað mér finnst gott að fá harðsperrur!  Ég ætla sko ekki að hleypa vigtinni of langt upp ef manni skyldi nú detta í hug að keppa aftur… það á ekki að þurfa að vera svona geðveikislega erfitt að skera sig niður.

Annrs er bara fínt í fréttum, nóg að gera í vinnu og jólin á leiðinni.  Húsið er orðið vel skreytt og jólalegt.  Spurning um að skella ekki seríu á bikarinn, jii hvað ég er montin af honum 😀  Jólahlaðborð næstu helgar og piparkökubakstur með börnunum á næsta leyti.  Wonderfúl!