Nei ég er ekki mygluð í alvörunni en það munar ekki miklu!!! Hef verið að berjast við hausinn á mér undanfarið og er alls ekki viss um að ég keppi í svona aftur, eins dásamlega gaman og það er nú 🙂  Það er eftirleikurinn sem er ekki alveg að gera sig hjá mér.  Að hætta á brennslutöflum, minnka æfingar (ég er allt eða ekkert og hef alltaf verið) og éta „venjulega“.   Finnst erfitt að þyngjast aftur og stækka… viðurkenni það… ógeðslega erfitt.   Líður eins og hvali og allt það… er viss um að allir séu að horfa og spá hvernig ég geti fitnað svona fljótt. Veit, klikkuð, en svona er þetta. Þetta hlýtur að fara að jafna sig 😉

 

Anyway, nóg að gera fyrir jólin á stóru heimili. Hálsaþingið númer femm er það jólalegasta í bransanum held ég. Gervitréið góða úr Europris stendur fullskreytt í stofunni og nokkrir pakkar komnir undir. Seríur og kertaljós og mjólk og smákökur, næs. Er búin að skrifa og senda jólakort (sem yfirleitt hafa farið frá mér í póst á Þorláksmessu þannig að við erum að tala um framför í lagi!!).

Eeeeen svo er tjútt og trallallala á morgun og svo jól bara í næstu viku, sæll.

Eitt að lokum hérna til að koma ykkur í enn meira jólaskap

Auglýsingar

… hvað ég er mygluð…

n594905813_1150463_944

 

Vá ég hef ekki fengið jafnmargar kveðjur og hamingjuóskir hér, á facebook, í sms-um og face to face síðan ég átti börnin mín, ég sver það! Ekkert smá gaman!

En mikið djefulli var þetta nú gaman. Var auðvitað að gera mér vonir um að komast á pall en annað sætið var bara bónus og kom ótrúlega á óvart.  Þegar þriðja sætið var tilkynnt hélt ég að dómararnir hefðu bara gleymt mér hehe… 

Þetta var mikil lífsreynsla.  Svo fékk ég auðvitað að heyra það seinna um kvöldið frá ónefndum aðila að ég hefði nú fengið þetta „doldið gefins“.. jæja það þarf nú að vera smá bitchy fílingur í þessu líka 😉 

En ég fékk sko ekkert gefins í undirbúningnum og gaf allt í þetta… var með besta þjálfarann á landinu (að ég tel) og gat ekki komið betur undirbúin og hananú!

Kristín sigraði enda er hún flottari en ég veit ekki hvað. Svo fannst mér algjörlega yndislegt að upplifa þetta með Röggu sem gaf mér pepp og stóð sig sjálf eins og hetja 🙂

En nú er hversdagsleikinn tekinn við, sixpakkinn ekki alveg jafnskýr og fyrir viku síðan og brúnkan á undanhaldi.. sem er ágætt reyndar 🙂  Fór á fyrstu æfinguna aftur á þriðjudaginn og svo aftur í gær og er komin með yndislegar harðsperrur aftur.  Rugl hvað mér finnst gott að fá harðsperrur!  Ég ætla sko ekki að hleypa vigtinni of langt upp ef manni skyldi nú detta í hug að keppa aftur… það á ekki að þurfa að vera svona geðveikislega erfitt að skera sig niður.

Annrs er bara fínt í fréttum, nóg að gera í vinnu og jólin á leiðinni.  Húsið er orðið vel skreytt og jólalegt.  Spurning um að skella ekki seríu á bikarinn, jii hvað ég er montin af honum 😀  Jólahlaðborð næstu helgar og piparkökubakstur með börnunum á næsta leyti.  Wonderfúl!

fitnessnov2008_037litil

 

… mun meira en ég þorði að láta mig dreyma um! Setti nokkrar myndir á facebook.

 

Get ekki beðið eftir að komast á æfingu á morgun… verð svo sterk eftir allt átið í dag og í gær 😉

 

Ætla að segja betur frá mótinu fljótlega 🙂  Takk fyrir allar kveðjurnar – ómissandi!!!

plakatbikarmot2008vef

Jæja þá er keppendalistinn kominn á netið og ekki laust við að lítil stúlka fái smá sting í magann við að sjá nafnið þarna á meðal drottninganna…  spurning um að taka Tonyu Harding á þetta, hohohohoh 😀  „Hvað er maður að þykjast eiga erindi þarna“, og allt þetta stingur upp hausnum en ég ætla ekki að láta það hafa áhrif onei.  Er hrikalega ánægð með mig og árangurinn og ætla að bera höfuðið hátt og brosa!

Stífar æfingar undanfarið eru búnar að borga sig og ég tala nú ekki um stífa mataræðið.  Dágóður slatti af kílóum og sentimetrum eru farnir (í bili) og ég held að ég geti fullyrt að ég hafi aldrei nokkurn tíma verið í betra formi.  Þessi vika verður erfið en skemmtileg, Hrund tók hárið aðeins í gegn í dag, svo er plokkun og litun og brúnka og allur pakkinn næstu daga.  Það sem verður ekki eins skemmtilegt er öll helvítis vatnsdrykkjan sem byrjar á fullu í fyrramálið… doltið erfitt dæmi!  Pisseríið og kuldahrollurinn sem fylgir því er ekkert gaman…

En gaman gaman á laugardaginn, ég hlakka bara til!  Og vona auðvitað að mitt fólk láti sjá sig kl 17 í Háskólabíó 😀  Burt séð frá því hvað því finnst um þetta sport, þetta er auðvitað ekki allra 😉

Annars hlakka ég auðvitað líka mikið til að þetta klárist…. og ég veit að sumir í kringum mig verða fegnir líka.  Það verður allavega eitthvað hrrrrrikalega djúsí í matinn hér á sunnudaginn.  Þá verð ég eflaust að springa eftir blandiðípoka sem verður opnað um leið og móti lýkur ;-D

ATH – það borgar sig kannski að redda sér miða á midi.is…. maður veit aldrei.

Nú væri gaman að fá komment!

Er heima í dag með drulluslappan SF.  Það er reyndar næstum skrítið hvað það er langt síðan hann varð lasinn síðast.  Við sitjum hér og horfum og Night at the Museum og svo syngur hann nýja lagið með Britney, Womanizer, hástöfum inni á milli… ótrúlegur!

En vá – 9 dagar í þetta!  Sæll!  Ætla að reyna að komast í smá brúnku í dag svo maður fari að lúkka betur á pósuæfingum…. gengur annars ágætlega, vona að allt verði orðið eins og maður vill á mótsdag. Gaman gaman 🙂

Niðurtalningin heldur áfram.  Allt í góðu gengi og einhvernveginn virðist þetta allt að vera að detta inn núna hjá mér og ég er bara orðin ansi spennt!  Nú er bara að vona að einhverjir komi til að styðja mig.  Jú veit um þónokkra sem ætla að koma enda verður að klappa smá fyrir mér líka 😉  Allt að verða klárt, búin að versla brúnkuna meira að segja.  Nú þarf bara að fara að merkja gallann og þá fer þetta að verða all set.

Að ástandinu – fer þessi kreppa ekki að verða búin, veit það einhver?? ;þ  Er eiginlega búin að fá nóg af þessu….

Ja wohl – nú er þetta alvarlega farið að styttast, tæpar 3 vikur!  Ég er allavega á fínu róli og verð betri núna en síðast, bæði líkamlega og pósulega.  Hlakka bara til.  Kvíði auðvitað líka smá en án smá stresss væri ekki eins gaman að þessu 😉  

Góð helgi að klárast.  Jónsi fór með strákana til Eyja og við HK erum búnar að vera einar í kotinu.  Horfum á stelpumyndir uppi í rúmi á kvöldin og sofnum út frá þeim, næs.  Maður hefði líklega mátt nota tímann og klára þvott og annað en ég hef bara varla nennt neinu.  Bara æfa, sofa og slappa af.  Reyndar fór ég í partý í gær til Steinunnar pæju en þar hittumst við nokkur sem vorum saman í Tækniskólanum.  Gaman að sjá þessi andlit sem maður hefur ekki séð mörg lengi.  Það var ekki lítill tíminn sem maður eyddi með þessu fólk dag og nótt fyrir nokkrum árum.  En mín var auðvitað farin að geispa fyrir allar aldir og Magga reyndar líka þannig að við vorum farnar þaðan um 23.  Ég veit, engin frammistaða hehe 🙂

Svo í dag er smá boð hjá Ibbu frænku þar sem Sveinbjörn frændi minn er að flytja heim frá Kanada.  Þar verða eflaust kræsingar, verst að maður á engan nammidag þessa helgi, bara eina „frjálsa“ máltíð.  Á eftir að ákveða hvað verður fyrir valinu…hmmmm á maður að voga sér í eina sveitta eldbakaða.. djöfull væri ég til í það!  Æ sé til… líklega hef ég ekki samvisku í það núna.  Fitumæling í næstu viku svona…

Af kreppumálum.  Vinnan mín er auðvitað finna fyrir þessu og það er búið að minnka starfshlutföll á alla.  Þannig að þar sem ég var ekki í 100% fyrir þá er ég orðin ansi lág.  Er td ekki að vinna á mánudögum og fleiri breytingar.  Ekki bjartsýn á framhaldið og maður er með hugann á fullu að spá og spekúlera, hver er ekki að því svosem?

Anyways, best að henda í eins og eina vél, svo á æfingu og svo í fjölskylduboð.  Og bíða svo eftir hnoðrunum sem koma úr Herjólfi í kvöld, mmm hvað verður gott að fá þá 🙂

Söngfuglinn á heimilinu minnkaði jólalögin örlítið þessa vikuna og tók nýjan vinkil á þetta alltsaman:

 

Gamli Nói, Gamli Nói

eð að stðumpa stðump

hann kann ekki að stðumpa

lætuð stðumpa pðumpa

Gamli Nói, Gamli Nói

eð að stðumpa stðump.

 

Annars bara góð.  Yndisleg helgi en frekar erfið vinnuvika.  Svona er þetta bara.

Hmmm ég vona að ég hafi ekki misboðið einhverjum með þessu myndbandi… finnst kannski engum þetta fyndið nema mér?  Jú vinnunni minni finnst þetta fyndið reyndar líka 🙂

Alles gút hérna megin.  Er með svo miklar fótaharðsperrur að ég men ekki annað eins!  Erum að tala um íbúfen og heita bakstra gott fólk.   Ef ég beygi hnén eitthvað örlítið þá dett ég.  Bara DETT, það er svo einfalt.  Enda killer fótæfing á þriðjudagskvöld.  Svo er líklega mæling í kvöld og ég er bara spennt aldrei þessu vant.  Fötin að verða vel víð og hinir og þessir vöðvar farnir að sjást sem ég sá síðast fyrir löngu síðan 🙂

Er sko að bíða eftir Siggu… hún er svo dugleg að nenna stundum að sækja mig og fara með mig heim til sín í lönsj.. og keyri mig svo aftur í vinnuna.  Næs!  Ekki það að ég geti borðað hjá henni, neinei, verð með nesti.  Magnað samt hvað það angrar mig ekkert.  Mér finnst þetta litla nesti mitt bara gott :-Þ

Er annars bara ágæt fyrir utan allan þennan snjó… þið ættuð að sjá færðina í götunni minni þarna lengst uppi á fjalli 😦